Hoppa yfir valmynd
24. maí 2011 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna UT-dagsins 25. maí

Dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn miðvikudaginn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni er boðað til ráðstefnu þar sem athyglinni verður beint að vefgáttum opinberra aðila, bæði ríkis og sveitarfélaga.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Opið upp á gátt hjá ríki og sveitarfélögum og verður áhersla lögð á að kynna nýjungar og þróun á opinberum vefjum á Íslandi. Að auki gefst tækifæri til að læra af reynslu Dana af þjónustuvefnum Borger.dk sem er þjónustuvefur danskra ríkisstofnana og sveitarfélaga.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ávarpa ráðstefnuna og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun opna nýja Menntagátt. Fyrirlesarar verða Jimmy Kevin Pedersen yfirmaður Borger.dk, Margrét Hauksdóttir aðstoðarforstjóri Þjóðskrár Íslands, Arnaldur F. Axfjörð sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, Hermann Ólason framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Tryggingastofnunar, Hjörtur Grétarsson upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar, Sigurbjörg Jóhannesdóttir sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Tryggvi Björgvinsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Hreinn Hreinsson vefstjóri Reykjavíkurborgar, Gunnar Grímsson frá Íbúar.is, Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og Guðríður Arnardóttir varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefnustjóri verður Arnar Þór Másson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti.

Þetta er í sjötta sinn sem forsætisráðuneyti heldur UT-daginn og ráðstefnu í tengslum við hann. Ráðstefnan verður haldin 25. maí frá 13:00 til 16:10 á Hótel Hilton Nordica. Auk forsætisráðuneytis standa Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélag Íslands að ráðstefnunni að þessu sinni. Hér og á vefnum sky.is má finna ítarlega dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um skráningu.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta