Rafræn innkaup á alþjóðavísu
3.6.2011
|
|
Vikuna 24-26. maí var haldin ráðstefna PEPPOL í Stokkhólmi. PEPPOL verkefnið snýst um gangsetningu rafrænna innkaupa um alla Evrópu. Enn fjölgar löndunum sem geta sent rafræna reikninga sín á milli. Nú síðast bættist Noregur í hópinn þegar Háskólasjúkrahúsið í Bergen tók við rafrænum reikningi frá birgja sínum samkvæmt START aðgangsleiðinni. Framvegis ætla Norðmenn sér að styðjast við innviði PEPPOL í rafrænum viðskiptum. Sjá frétt: Þá hefur British Telecom sent reikninga til framkvæmdastjórnar ESB í gegnum PEPPOL innviðina. Framkvæmdastjórnin styðst við opinn verkvang sem nefnist e-Prior og er ætlaður öllum þeim sem vilja eiga rafræn viðskipti við ESB. Sjá frétt: Vefsíða PEPPOL er: http://www.peppol.eu/ Þar er að finna nánari fréttir af PEPPOL ráðstefnunni. |