Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2011 Innviðaráðuneytið

Norræn skýrsla um tölvuský (cloud-computing)

Tölvuský (cloud-computing)
Tölvuský (cloud-computing)

IT-Forum, sem er vinnuhópur á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um menntamál, hefur á undanförnum mánuðum fjallað um tölvuský. Samið hefur verið við ráðgjafafyrirtæki um að stýra gerð skýrslu um tölvuský á Norðurlöndunum og heldur IT-og telestyrelsen í Danmörku utan um verkefnið fyrir hönd vinnuhópsins. Rætt verður við fjölda fyrirtækja og opinberra aðila í löndunum á næstu vikum og er gert ráð fyrir að verkefninu ljúki á nokkrum mánuðum.

Markmiðið með gerð þessarar skýrslu er að undirbúa stefnumótun norrænu landanna um tölvuský þar sem áhersla verður lögð á að fjalla um tækifæri og hindranir fyrir notkun opinberra aðila á tölvuskýjum.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Sigurðardóttir, [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta