Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2012 Innviðaráðuneytið

Viðurkenningar veittar fyrir bestu opinberu vefina

Besti ríkisvefurinn
Besti ríkisvefurinn

Á kynningu niðurstaðna könnunar 2011 á opinberum vefjum voru í fyrsta skipti  veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn. Sett var á fót dómnefnd sem í sátu:

  • Marta Kristín Lárusdóttir, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík,
  • Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2,
  • Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins.

Dómnefndin fékk í hendur lista yfir 5 bestu vefi ríkistofnana/ráðuneyta og 5 bestu vefi sveitarfélaga samkvæmt niðurstöðum úttektar Deloitte. Listinn var í stafrófsröð og ekki kom fram á honum einkunn hvers vefs.

Fimm bestu vefirnir úr hópi ríkisvefja eru vefir (í stafrófsröð):

  • Fiskistofu
  • Háskólans á Akureyri
  • Neytendastofu
  • Tollstjóra
  • Tryggingastofnunar

Fimm bestu vefirnir úr hópi sveitarfélagavefja eru vefi (í stafrófsröð):

  • Akureyrarbæjar
  • Garðabæjar
  • Mosfellsbæjar
  • Reykjavíkurborgar
  • Seltjarnarness

Dómnefndin skoðaði þessa 10 vefi og mat þá sjálfstætt með tilliti til ýmissa þátta sem ekki eru metnir í úttektinni. Var meðal annars metið huglægt hversu auðvelt er að rata um vefinn/finna upplýsingar, útlit/hönnun Besti ríkisvefurinnvefsins og almennt viðmót hans. Dómnefnd hafði fullt frelsi til að ákveða hvaða þættir réðu úrslitum.

Besti ríkis-vefurinn er að mati dómnefndar:

Vefur Tryggingastofnunar – TR.IS


Dómnefnd rökstyður val sitt á eftirfarandi hátt:

Vefurinn tr.is geymir gríðarlegt magn upplýsinga sem settar eru fram á skýran og aðgengilegan hátt. Yfirlit á forsíðu er mjög skýrt og vel uppsett svo notendum vefsins veitist auðvelt að finna svör við spurningum sínum í öllum málaflokkum. Verkfæri vefsins eru einföld í notkun. Útlit vefsins er stílhreint og myndvinnsla vel útfærð með hverjum málaflokki. Viðmótið er hlýlegt og mannlegt.

Tr.is fékk verðlaun sem besti ríkisvefurinn

Marta Kristín Lárusdóttir, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og einn fulltrúa í dómnefnd, gerði grein fyrir starfi nefndarinnar. Ögmundur Jónasson afhenti síðan viðurkenninguna og tók við henni Besti sveitarfélagsvefurinnSigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, ásamt nokkrum samstarfsmanna sinna.

Besti sveitarfélaga-vefurinn er að mati dómnefndar:

Vefur Akureyrarbæjar – AKUREYRI.IS


Dómnefnd rökstyður val sitt á eftirfarandi hátt:

Aðgengi upplýsinga á akureyri.is er til fyrirmyndar. Forsíða gefur gott yfirlit um innihald hans og uppsetning er skýr og skilmerkileg. Leitarniðurstöður eru sérlega skipulega framsettar. Vefurinn er vel tengdur við aðra starfsemi í bænum sem eykur gildi hans verulega. Útlitshönnun vefsins er nýstárleg, stílhrein, skipulögð og einstaklega falleg. Samspil mynda og efnisflokks mjög vel unnið. Viðmót vefsins er hlýlegt og þægilegt.
Akureyri.is fékk verðlaun sem besti sveitarfélagsvefurinn

Ögmundur Jónasson afhenti síðan viðurkenninguna og tók Kristján Ævarsson við henni fyrir hönd Akureyrarbæjar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta