Hoppa yfir valmynd
6. júní 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Upplýsingar um fjárhagsleg afdrif fólks sem bjó eða starfaði í Grindavík

Fjármála og efnahagsráðuneytið safnar mánaðarlegum upplýsingum um fjárhagsleg afdrif fólks sem hafði búsetu eða starf í Grindavík í október 2023 og veltu fyrirtækja í Grindavík. Upplýsingunum er safnað í þeim tilgangi að fylgjast með hvernig fólki sem orðið hefur fyrir beinum áhrifum af jarðhræringum og eldgosum við bæinn reiðir af í kjölfarið.

Í október í fyrra störfuðu rúmlega 2.600 manns í Grindavík. Í mars á þessu ári hafði þeim sem fengu laun frá fyrirtækjum á svæðinu fækkað um u.þ.b. 590.

Í október fengu 279 Grindvíkingar laun utan Grindavíkur en þeim hafði fjölgað í 395 í mars. Auk þess voru í október 11 sem þáðu atvinnuleysisbætur en hafði í mars fjölgað um 23. Af þeim 586 sem hættu að fá greitt frá fyrirtækjum í Grindavík á tímabilinu eru 159 (27%) sem eru ekki lengur með skráðar tekjur á Íslandi og 207 manns fá launastuðning greiddan beint.

 

Þegar sjónum er beint að fyrirtækjum og sjálfstætt starfandi í Grindavík sést að 55 fyrirtæki höfðu hætt störfum milli ára í janúar og febrúar, tekjur drógust saman um meira en helming hjá 27 fyrirtækjum, 28 fyrirtæki höfðu 0-50% samdrátt tekna. Tekjur jukust um allt að helming hjá 32 fyrirtækjum og hjá 25 fyrirtækjum jukust tekjur enn meira. Velta fyrirtækja í Grindavík dróst á heildina litið saman um 15% á tímabilinu, en velta fyrirtækja á landinu öllu jókst um 4% á sama tíma.

 
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta