Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Leiðrétting á fæðingarorlofsgreiðslum

Með breytingu á reglugerð nr. 1056/2004 um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði í febrúar 2007 var horfið frá því að greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði vegna fyrra fæðingarorlofs yrðu lagðar til grundvallar við útreikning greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði í síðara fæðingarorlofi.

Þeir foreldrar sem fengið hafa greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði á framangreindum forsendum frá 1. janúar 2005 skulu senda Fæðingarorlofssjóði beiðni um að fæðingarorlofsgreiðslur þeirra verði endurákvarðaðar á grundvelli breyttra reglna.

Í framhaldi af endurskoðun Fæðingarorlofssjóðs munu foreldrar fá leiðréttingu á umræddum greiðslum komi í ljós að viðkomandi hafi orðið fyrir skerðingu á þeim vegna fyrra fæðingarorlofs.

Beiðni um endurákvörðun greiðslna skal senda til Vinnumálastofnunar - Fæðingarorlofssjóðs, Strandgötu 1, 530 Hvammstanga, sími: 582 4840. Eyðublað merkt „Beiðni um endurupptöku máls" er að finna á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs.

Foreldrar eru hvattir til að óska endurupptöku máls sem allra fyrst.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta