Kynningarfundur vegna vinnu nefndar um miðhálendisþjóðgarð
Nefndina eru skipuð af umhverfis og auðlindaráðherra en í henni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.
Á fundinum verður farið yfir verklag nefndarinnar og hvernig samráði við almenning og haghafa verður háttað meðan á vinnu hennar stendur.
Allir eru velkomnir á fundinn.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 4. júní kl. 16:30 – 17:00 í fyrirlestrarsal (1. hæð) atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4.
Nánari upplýsingar um starf nefndarinnar má finna á vefslóðinni www.stjornarradid.is/midhalendid