Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Yfir hundrað milljónir í styrki til fjölbreyttra umhverfisverkefna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað um 111 milljónum króna til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna. Ráðuneytið hefur veitt frjálsum félagasamtökum sem starfa að umhverfismálum rekstrarstyrki ásamt verkefna- og ferðastyrkjum frá árinu 2000, en til stendur að endurskoða úthlutunarreglur vegna styrkjanna.

Í ár hlutu 40 verkefni verkefnastyrk og nemur heildarupphæð styrkjanna tæplega 62 milljónum króna. Þar af er einn styrkur veittur til 2ja ára og tveir styrkir til 3ja ára.

Þá hefur ráðuneytið úthlutað 49 milljónum króna í rekstrarstyrki til 23 frjálsra félagasamtaka.

Fjölbreytt verkefni styrkt

Alls bárust ráðuneytinu 75 umsóknir um verkefnastyrki og var heildarupphæð umsókna 219,6 milljónir króna, þar af tæplega 165 milljónir fyrir árið 2022. Ná verkefnin sem hljóta styrki að þessu sinni ná yfir fjölbreytt svið skógræktar, hringrásarhagkerfis, náttúruverndar loftslagsverkefna, landupplýsinga, alþjóðlegs samstarfs og plastmengunar svo dæmi séu tekin.

Meðal þeirra verkefna sem nú hljóta styrki eru kortlagning aðlögunar Íslands að hringrásarhagkerfinu, vitundarvakning um fatasóun,  endurhæfingastöð lundapysja, innleiðing stafrænnar kortlagningar skógræktar, sem og verkefni sem snúa að fuglalífi, víðernum og vindorku. Þá má einnig nefna landbætur, náttúrukort,  ráðstefnur, málþing og fundi um ólík umhverfismál, sem og umhverfisfræðslu í ýmsu formi.

Markhóparnir sem verkefnin ná til eru allt frá eldri borgurum til ungmenna og allt þar á milli.

 „Stjórnvöld leysa fá mál ein og óstudd og frjáls félagasamtök og einstaklingar geta innt af hendi mikilvægt starf í umhverfismálum og náttúruvernd. Bestu hugmyndir kvikna líka oft hjá þeim standa nærri vandanum, hafa skýra yfirsýn og brenna fyrir umbótum til að bæta sitt nærsamfélag,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. „Þess vegna er líka mikilvægt að geta stutt við verkefni innan þessara geira, sem ella myndu ef til vill ekki ná fram að ganga.“

Eftirtalin verkefni hlutu styrk að þessu sinni:

Nafn umsækjanda

Heiti verkefnis

Upphæð

Ár

Beluga Operating Company

Endurhæfingarstöð lundapysja 2022

600.000

David Ostman

A national standard and guidance on wind farm suitability in Iceland

1.260.000

Eldvötn - samtök um náttúruvernd

(Síðbúið) afmælismálþing í tilefni áratugar starfsafmælis Eldvatna

600.000

2

Environice ehf

Uppfærsla á Kennslubók um mengun sjávar

600.000

Ferðaklúbburinn 4x4

Landbætur og aukið öryggi ferðamanna á hálendi Íslands

780.000

Fuglavernd

Alheimsráðstefna og aðalfundur BirdLife International

350.000

Fuglavernd

Fugl ársins 2022

1.700.000

Fuglavernd

Skipulögð skráning flækingsfugla á Íslandi- framhaldsumsókn

350.000

Jöklarannsóknafélag Íslands

Jöklasýn: Úr sögu Jöklarannsóknafélagsins í máli en aðallega myndum

2.000.000

KPMG ehf.

Kortlagning aðlögunar Íslands að hringrásarhagkerfinu

5.600.000

Kvenfélagasamband Íslands

Vitundarvakning um fatasóun

1.700.000

Landvernd

Ferð vegna 27. þings aðildarríkja Loftslagssamnings SÞ

600.000

Landvernd

Ferðastyrkur norrænt samstarf

350.000

Landvernd

Ábyrgt ferðafrelsi

570.000

Landvernd

Erlend reynsla í Umhverfismálum

1.550.000

Landvernd

Náttúrubörn

4.300.000

Landvernd

Náttúrukortið

2.780.000

Laxfiskar

Fjölstofnavöktun á útbreiðslu og atferli Þingvallaurriða

2.000.000

LÍSA samtök um landupplýsingar

Erlent samstarf

350.000

Náttúruverndar-samtök Íslands

Ferðastyrkur: Alþjóðlegur samningur um verndun líffræðilegs fjölbreytileika sjávar

850.000

Náttúruverndar-samtök Íslands

Ferð vegna 27. þings aðildarríkja Loftslagssamnings SÞ

600.000

Nicole Suehring

Plastplötur úr fiskinetum á Vestfjörðum

1.000.000

Plastlaus september félagasamtök

Plastlaus september

4.000.000

Sjónhending ehf

Í ríki Vatnajökuls

6.000.000

3

Skotveiðifélag Íslands

Alþjóðlegt samtarf

350.000

Skógræktarfélag Árnesinga

Þjóðleiðir sem gönguleiðir

700.000

Skógræktarfélag Eyfirðinga

Fræðslufundir, fræðslugöngur og pistlar um fróðleik

1.200.000

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar

Skógrækt í Hamranesi, Hafnarfirði

2.000.000

Skógræktarfélag Íslands

Fundur European Forest Network á Íslandi

1.245.000

Skógræktarfélag Íslands

Innleiðing stafrænnar kortlagningar skógræktar

2.900.000

2

Skógræktarfélag Íslands

Opin skógur - umhirða eldri reita

2.000.000

Skógræktarfélag Íslands

Skógarfólkið

2.200.000

Skógræktarfélag Rangæinga

Útivist fyrir alla!

780.000

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Fræðsluskilti í Heiðmörk

1.450.000

Skrauti

Málþing um korlagningu víðerna Íslands

500.000

Surtseyjarfélagið

Friðlandið í Surtsey: rannsóknir og fræðsla

500.000

Ungir umhverfissinnar

Loftslagsverkfallið

1.200.000

Ungir umhverfissinnar

Ferð vegna 27. þings aðildarríkja Loftslagssamnings SÞ

600.000

Ungir umhverfissinnar

Kynningastarf Ungra umhverfissinna

600.000

Ungir umhverfissinnar

Sólin og svo kom Tunglið

3.280.000

 

61.995.000

3

49 milljónir til reksturs félagasamtaka

Þá hefur ráðherra úthlutað styrkjum til reksturs 23 félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu styrkirnir 49 milljónum króna.

Eftirtalin félagasamtök hlutu rekstrarstyrk á árinu 2022:

Samtök/félag

Styrkfjárhæð 2021

Blái herinn

600.000

Eldvötn

600.000

Ferðaklúbburinn 4x4

500.000

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands

400.000

Fuglavernd

3.000.000

Grænni byggð

600.000

Hið íslenska náttúrufræðifélag

1.300.000

Hringrásarsetur Íslands

400.000

Landvernd

16.070.000

LÍSA Samtök

400.000

Náttúruverndarsamtök Íslands

7.510.000

Náttúruverndarsamtök Suðurlands

970.000

Samtök Útivistarfélaga - SAMÚT

2.110.000

Skotveiðifélag Íslands - SKOTVÍS

1.170.000

Skógræktarfélag Akranes

400.000

Skógræktarfélag Eyfirðinga

400.000

Skógræktarfélag Hafnafjarðar

400.000

Skógræktarfélag Íslands

7.070.000

Skógræktarfélag Kópavogs

400.000

Skógræktarfélag Reykjavíkur

400.000

Skrauti

400.000

SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi

800.000

Ungir umhverfissinnar

2.900.000

49.140.000

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta