Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2021 Forsætisráðuneytið

Tekjusagan uppfærð: Háskólamenntaðar konur með svipaðar tekjur og karlar með grunnmenntun

Vefurinn tekjusagan.is hefur verið uppfærður með gögnum frá 2019. Tekjusagan sýnir þróun ráðstöfunartekna, eigna og skulda landsmanna á aðgengilegan hátt.

Á vefnum er mögulegt að skoða um 700 þúsund myndir, byggðar á  upplýsingum um kyn, hjúskaparstöðu, aldur, barnafjölda, tekjutíund og fleiri þáttum.

Meðal upplýsinga sem hægt er að sjá á vefnum eru:

  • Almennt hækkuðu ráðstöfunartekjur á árinu 2019, einkum í 2.-5 tekjutíund.
  • Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks voru rúmlega 100 þúsund krónum hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og hefur munurinn aukist á síðustu árum.
  • Eigið fé fjölskyldna á landsbyggðinni er umtalsvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra fasteignaverðs.
  • Heildartekjur kvenna í sambúð með BS-gráðu eru svipaðar og heildartekjur karla í sambúð með grunnmenntun.
  • Heildartekjur karla í sambúð eru um 40% hærri en einhleypra karla en heildartekjur kvenna í sambúð eru um 15% hærri en einhleypra kvenna.
  • Ráðstöfunartekjur fólks yfir 75 aldur hafa hækkað mun meira en annarra hópa á árunum 2012-2019.
  • Ráðstöfunartekjur hjóna- og sambúðarfólks yfir 66 ára aldur, án fjármagnstekna, voru í fyrsta skipti hærri en hjóna- og sambúðarfólks á aldrinum 25-34 ára á árinu 2019.

Tekjusagan veitir aðgang að gagnagrunni um lífskjör landsmanna sem byggir á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr skattframtölum allra einstaklinga á Íslandi frá árinu 1991. Hægt er að skoða þróun ráðstöfunartekna, eigna og skulda hjá mismunandi hópum auk heildartekna kynja eftir menntun, aldri, búsetu og hjúskaparstöðu.  

Vefurinn hefur verið unnin í samráði við heildarsamtök á vinnumarkaði. Upplýsingatæknifyrirtækið Metadata og ráðgjafafyrirtækið Analytica unnu að gerð vefsins. Hagstofa Íslands veitti allar tölulegar upplýsingar.

Tekjusagan hefur nú einnig verið þýdd á ensku og er aðgengileg á icelandicincome.is 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta