Föstudagspóstur 28. mars 2025
Heil og sæl.
Við hefjum yfirferðina á ferð Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra til Parísar en þar sótti hún leiðtogafund sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til. Á fundinum ræddu leiðtogarnir um áframhaldandi stuðning við Úkraínu og hvernig tryggja megi varanlegan frið og öryggishagmuni Úkraínu til framtíðar.
Því næst víkjum við að málefnum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra en hún tjáði sig meðal annars um mótmælaölduna í Tyrklandi og sagði Ísland ávallt standa fyrir lýðræði, réttarríkinu og mannréttindum.Hier, @PMofIceland Kristrún Frostadóttir a participé à une réunion à l'Élysée avec d'autres chefs d'État de la 'coalition des volontaires' pour discuter de la sécurité et de la paix en #Ukraine. Des échanges constructifs ont renforcé notre coopération pour une paix durable. pic.twitter.com/4Wv6iktMoG
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) March 28, 2025
Þá árnaði hún íbúum Belarús heilla með Frelsisdag þeirra. Í kveðjunni ítrekaði hún stuðning Íslands við lýðræðisöflin þar í landi og kallaði eftir því að einræðisstjórn Alexanders Lúkasjenkó sleppti úr haldi öllum pólitískum föngum.Watching developments in Türkiye closely. Freedom of expression, association and peaceful assembly, and the independence of the judiciary, are fundamental foundations of democracy. As a @UN_HRC member, Iceland promotes democracy, the rule of law and human rights.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 24, 2025
On this Freedom Day, 🇮🇸 acknowledges and honors the courageous efforts of @Tsihanouskaya and those fighting for a free, democratic and truly sovereign Belarus. We stand in solidarity with you and once again call on the brutal Lukashenko regime to release all political prisoners.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 25, 2025
Í vikunni funduðu háttsettir fulltrúar norðurslóðaríkjanna sjö, þ.e. Bandaríkjanna, Kanada og Norðurlandanna, í Kirkenes í Noregi á árlegri ráðstefnu Arctic Security Forces Roundtable (ASFR). Til umræðu voru fjölþáttaógnir og varnarviðbúnaður á norðurslóðum. Bandalagsríkin á norðurslóðum eiga gott og náið samstarf sem miðar að því að tryggja stöðugleika á svæðinu og standa vörð um alþjóðakerfi þar sem lög og reglur eru virt.
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins tók í síðustu viku á móti háttsettum embættismönnum úr þýska stjórnkerfinu sem sinna öryggis- og varnarmálum og liðsforingjum frá þýska sambandshernum sem taka þátt í námskeiði liðsforingjaskóla þýska sambandshersins (þ. Führungsakademie der Bundeswehr), það er Capstone Course.
Verkefni SOS Barnaþorpa í Ngabu í Chikawawa héraði í suðurhluta Malaví hefur skilað góðum árangri samkvæmt nýlegri óháðri úttekt sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið VIG framkvæmdi fyrir utanríkisráðuneytið. Úttektin sýnir ennfremur fram á að heimili í viðkvæmri stöðu hafa orðið sjálfbjarga í meira mæli en væntingar stóðu til um. SOS Barnaþorp hafa um árabil verið einn af lykilsamstarfsaðilum ráðuneytisins í þróunarsamvinnu.
Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í París og Una Jóhannsdóttir varamaður sendiherra funduðu með vinahópi Íslands á franska þinginu í vikunni. Rætt var um stöðu alþjóðamála, málefni norðurslóða, græna orku og tvíhliða tengsl Frakklands og Íslands.
Échange très constructif avec le groupe d’amitié France 🇫🇷-Islande 🇮🇸 à l’Assemblée nationale @AssembleeNat hier. Discussions enrichissantes sur les enjeux géopolitiques, l’énergie verte, et les relations bilatérales. Un grand merci pour l’accueil chaleureux ! pic.twitter.com/FxqmyC7DCt
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) March 26, 2025
Utanríkisráðuneytið, Íslandsstofa og Samtök iðnaðarins stóðu á þriðjudag fyrir ráðstefnu um tækni með tvíþætt notagildi í öryggis- og varnarmálum og möguleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Húsfyllir var á ráðstefnunni og fyrirtækin nýttu sér tækifærið og funduðu með sérfræðingum eftir umræðuna. Fyrirlesarar komu frá Íslandi, Kanada, Bandaríkjunum og Evrópu og ræddu einkenni markaðarins, nýsköpun og fjárfestingar (þar á meðal hraðla og sjóði), reynslu íslenskra fyrirtækja og lög og reglur sem gilda og þarf að uppfylla til að starfa á þessum markaði.
Utanríkisráðuneytið, Grænvangur, International Renewable Energy Agency (IRENA) og Sustainable Energy for All (SEforALL) stóðu nýverið saman að viðburði fram fór á Barbados og bar heitið „Unlocking Geothermal Potential: From Power Generation to Sustainable Development in the Global South“. Viðburðurinn, sem var hluti af ráðstefnu SEforALL, var vel sóttur og voru þátttakendur áhugasamir um að fræðast um þá möguleika sem felast í nýtingu jarðhita í þróunarríkjum. María Erla Marelsdóttir, sendiherra á þróunarsamvinnuskrifstofu, sótti fundinn fyrir hönd Íslands.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, opnaði sýningu á verkum listakonunnar Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur í embættisbústaðnum í París í vikunni. Sýningin er haldin í samstarfi við gallerí Irène Laub í Brussel þar sem Guðný Rósa hefur búið og starfað í fjölmörg ár.
Fulltrúar sendiráðsins í Washington D.C. tóku á móti menntaskólanemum úr Severna Park High School, Maryland, og sögðu þeim frá starfsemi og megináherslum sendiráðsins.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra í Washington D.C., hitti kollega sinn frá Mexíkó og fóru þau yfir ýmis mál, meðal annars forvarnarstarf heima á Íslandi.Always great to engage with students. Today the Embassy received a group of high school students from Severna Park High School, Maryland, who are attending a Model UN conference at George Washington University this weekend. pic.twitter.com/q4hyC7alxu
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 21, 2025
Svanhildur fundaði einnig með fulltrúum vinahóps Íslands í bandaríska fulltrúadeildarþinginu, þeim Greg Murphy og Chellie Pingree.Ambassador @svanhildurholm met with Ambassador of Mexico @emoctezumab and team to discuss the Icelandic prevention model which focuses on preventing the initiation of substance use. Great exchange of ideas. @icelandicmodel pic.twitter.com/t6ItxCFHVG
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 26, 2025
Þá átti hún fund með öldungadeildarþingmanninum Mike Rounds frá Suður-Dakóta.Good meeting with the Iceland Caucus on Capitol Hill yesterday. Special thanks to the co-chairs @chelliepingree & @RepGregMurphy and their teams for the friendship and cooperation 🇮🇸🇺🇸 pic.twitter.com/psnmuj9v6f
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 27, 2025
Garðar Forberg, varnarmálafulltrúi sendiráðsins í Washington, tók þótt í umræðum um öryggis- og varnarmál á Norðurlöndunum á viðburði sem skipulagður var af Svíum í samvinnu við Hamilton Society.Earlier this week Ambassador @svanhildurholm and @SenatorRounds had a good discussion on the hill. pic.twitter.com/1vZcrdCd9E
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 27, 2025
Þá voru menningartengsl Íslands og Bandaríkjanna í fyrirrúmi í vikunni þegar Ragnhildur Arnórsdóttir, sendiráðunautur í sendiráðinu í Washington, steig á stokk með sveitinn Locator og flutti ljóð Einars Georgs við lag Ólafs Arnalds.Lively discussions on the Future of Nordic Security & international partnerships hosted by our Swedish friends in cooperation with the Hamilton Society. Our Defense Attaché 🇮🇸 Gardar Forberg represented Iceland in the discussions. pic.twitter.com/CmwPyf9aCc
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 27, 2025
The cultural ties between 🇮🇸 & 🇺🇸 are strong. This week the embassy’s counselor participated in a musical project with Locator, a DC based group, by reading a poem by 🇮🇸 poet Einar Georg over music by @OlafurArnalds. pic.twitter.com/C36slIW9LE
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 27, 2025
Auðunn Atlason, sendiherra í Berlín, og Ágúst Már Ágússton, varamaður sendiherra sem jafnframt gegnir starfi varnarmálafulltrúa, voru í hópi fulltrúa Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem heimsóttu stjórnstöð þýska flotans í Rostock á mánudag, en stjórnstöðin annast samhæfingu flota Atlantshafsbandalagins á Eystrasalti (Commander Task Force Baltic). Stjórnstöðin hóf formlega störf í október á síðasta ári og starfa þar á friðartímum 180 manns frá alls 13 bandalagsríkjum.
Í síðustu viku fór fram opið samtal í sendiráðsbústaðnum í Berlín milli Elizu Reid, rithöfundar og fyrrum forsetafrúar Íslands, og Elke Büdenbender sem er dómari og eiginkona Frank-Walter Steinmeier forseta Þýskalands. Húsfyllir var þegar þær ræddu saman um árangur og bakslag í jafnréttismálum en Auðunn Atlason sendiherra stýrði umræðunum.
Auðunn Atlason sendiherra og Doris Grunert-Schächter viðskiptafulltrúi heimsóttu þýska jarðvarmasambandið í vikunni og funduðu með framkvæmdastjóra þess um sameiginlega hagsmuni og samstarfsmöguleika, en Þýskaland er með risastór áform um aukna nýtingu jarðhita til húshitunar.
Þá hitti Auðunn Bärbel Bas, fyrrverandi þingforseta neðri deildar þýska þingsins.
Listin var fyrirferðamikil líkt og svo oft áður í embættisbústaðnum í Helsinski þessa vikuna og þá síðustu. Sendiráðið vakti athygli á því helsta á Facebook-reikningi sínum.
Þá hitti Harald Aspelund, sendiherra í Helsinki, og kollegar hans frá hinum Norðurlöndunum, þrjá finnska ráðherra þar sem formennska Finna og Álandseyja í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári var til umræðu.
Pétur Ásgeirsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, heimsótti í vikunni Nordatlantisk Hus í Odense, ásamt Jens Heinrich, sendifulltrúa Grænlands, Gunnari Holm-Jacobsen, sendifulltrúa Færeyja, og Karin Elsbudottur, framkvæmdastjóra Norðurbryggju. Á móti þeim tóku Claus Houden, stjórnarformaður Nordatlantisk Hus, Benny Nybo varaformaður og Anette Lyberth framkvæmdastjóri hússins. Sögðu þau frá hlutverki og starfsemi Nordatlantisk Hus og kynntu framtíðarsýn um stofnun upplýsingamiðstöðvar um loftslagsmál. Skrifstofa kjörræðismanns Íslands í Odense, Lone Johannessen Jörgensen, er staðsett í Nordatlantisk Hus og tók ræðismaðurinn þátt í hádegisverði sem haldinn var í lok heimsóknarinnar.
Sendiráðið í Lilongwe tók hópmynd á dögunum og má hér sjá allt starfsfólk þess.
Davíð Bjarnason og Erla Hlín Hjálmarsdóttir í Lilongwe áttu fund með Nancy Tembo, utanríkisráðherra Malaví, í vikunni. Þar ræddu þau tvíhliða samskipti Íslands og Malaví, þróunarsamvinnuverkefni sem þar eru í framkvæmd og Ísland hefur aðkomu að og meira til.
Spark Art Fair-hátíðin fór fram í Vínarborg um síðustu helgi. Meðal þátttakenda í sýningunni var Gallery Gudmundsdottir í Berlín, sem sýndi verkið S-I-L-I-C-A eftir listakonuna Huldu Rós Gudnadóttur. Sýningin fékk mjög jákvæðar viðtökur meðal gesta. Helga Hauksdóttir, sendiherra, heimsótti sýninguna og var einkar áhugavert að hennar sögn að kynnast flóknu framleiðsluferli og fegurð kísilsins í gegnum verk listakonunnar.
Ísland var á meðal ríkja sem tóku þátt í sameiginlegri yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst yfir vegna nýlegrar löggjafar í Ungverjalandi þar sem viðburðir á borð við Pride eru bannaðir. Ríkin sem tóku þátt í yfirlýsingunni eiga það sameiginlegt að vera með sendiskrifstofur í Ungverjalandi eða með fyrirsvar þar um. Þannig hafði fastanefnd Íslands í Vín aðkomu að vinnunni fyrir Íslands hönd.
— Iceland in Vienna 🇮🇸 (@IcelandVienna) March 28, 2025
Kumar Sitaraman, kjörræðismaður Íslands í Chennai á Indlandi, var heiðraður á dögunum.
Benedikt Höskuldsson, sendiherra í Nýju Delí, og hans fólk stóðu fyrir móttöku á dögunum þar sem Ísland sem áfangastaður var meginþemað. Þar var fjallað um tækifæri í ferðaþjónustunni og Friðrik Sigurðsson ferðaðist sérstaklega frá Reykjavík til að bjóða upp á dýrindis mat — íslenskan að sjálfsögðu.
Sendiráðið í Osló vakti athygli á Nordic Eurovision Party sem fram fór um síðustu helgi en þar komu fram keppendur frá ýmsum löndum í Eurovision 2025. Þeirra á meðal voru Væb-bræður, framlag Íslands í keppninni í ár. Þar að auki komu einnig fram þekktar Eurovision-stjörnur frá fyrri árum.
Þá heldur sendiráðið áfram að hita upp fyrir ríkisheimsókn forseta Íslands til Noregs en hún á sér stað í apríl og er söguleg fyrir ýmsar sakir. Íslendingum í Noregi er boðið að vera viðstaddir hátíðlega móttökuathöfn við Konungshöllina í Osló 8. apríl næstkomandi.
Því næst mun forseti Íslands fara í ríkisheimsókn til Svíþjóðar en hún er fyrirhuguð í maí. Vakin var athygli á henni á reikningi sendiráðsins í Stokkhólmi. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum.
Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Varsjá, heimsótti verksmiðju súkkulaðiframleiðandans Prins Póló á dögunum. Það þarf vart að fjölyrða um mikilvægi tengsla þess ágæta framleiðanda við Ísland.
Fastanefnd Íslands í Genf ítrekaði stuðning Íslands við réttindi hinsegin fólks í yfirlýsingu í vetrarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á dögunum.
Fastanefndin í New York tók á móti hópi nemenda úr Great Oaks Charter-skólanum í New York. Þar var farið yfir stefnu Íslands í umhverfismálum og utanríkismálum og starfsemi Sameinuðu þjóðanna.At #HRC58 Iceland reaffirmed its unwavering support for the human rights of LGBTQIA+ individuals. We must redouble our efforts to stand up for human rights for all. Rejecting violence and stigmatization and embracing diversity, inclusion and equality 🏳️🌈🏳️⚧️https://t.co/G7EEdrDBL7 pic.twitter.com/wySapZ3vk4
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 27, 2025
🇮🇸 was happy to host students from Great Oaks Charter School, NY 🗽, who are engaged in a Model UN-style simulation on climate negotiations. The students discussed Iceland’s climate and foreign policy, adaption and mitigation efforts, as well as climate negotiations at 🇺🇳 pic.twitter.com/BvtiNbU6mB
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 27, 2025
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Tókýó, átti fundi með ýmsum fulltrúum stjórnvalda á Filippseyjum í heimsókn hans þangað. Þá hitti hann norræna kollega og Elizabeth Sy, kjörræðismann Íslands þar, og þakkaði henni fyrir hennar mikilvægu störf.🇮🇸PR emphasised the importance of gender equality, domestic resource mobilization, and the need to build on existing solutions and platforms, in today’s discussion on the first draft of the #FfD4 outcome document.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 24, 2025
See the full statement here: https://t.co/3IAxqEZInu pic.twitter.com/S0LhbMDgze
Productive meeting with DFA Undersecretary Lazaro. We discussed Iceland-Philippines bilateral relations, the Philippines’ candidature to the UN Security Council, ASEAN, global politics, and more. Looking forward to continued dialogue and cooperation. #Iceland #Philippines #ASEANa pic.twitter.com/e44MRSkPYU
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 26, 2025
Engaging talks with the Philippine Dept of Finance & the Dept of Trade and Industry on strengthening Iceland-Philippines trade & economic relations. Explored negotiation of Double Taxation Avoidance Agrrem. & a Bilateral Investment Treaty to facilitate trade&investment btw 🇮🇸&🇵🇭 pic.twitter.com/jw3nAuTgFI
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 26, 2025
Great meeting w/ Philippine Energy Secretary Lotilla. Discussed energy transition potential greater Iceland-Philippines cooperation in geothermal energy & Philippine government policy to attract more investment in the green energy sector. Exciting opportunities ahead. 🇮🇸🤝🇵🇭 pic.twitter.com/gO2SrEqT4j
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 26, 2025
Great discussions over a working lunch with my Nordic colleagues in Manila. Always valuable to exchange views on regional and global developments and strengthen Nordic cooperation in the Philippines. #Nordic #Diplomacy #Philippines #StrongerTogether pic.twitter.com/FzfGxsb3yC
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 27, 2025
Grateful to Iceland’s Hon. Consul General in Manila, Elizabeth Sy for her dedication assisting Icelanders in the Philippines & for her invaluable help in organizing my meetings this week. Our honorary consuls play crucial role in strengthening Iceland’s international relations🙏 pic.twitter.com/FeiD6q1OHs
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 28, 2025
Norræna deginum var fagnað með ýmsum hætti á sendiskrifstofum víða um heim.Productive meeting with Secretary Cacdac of the Dept. of Migrant Workers. Discussed the important contributions of Filipino healthcare professionals incl caregivers in Iceland. Looking forward to continued collaboration to support and enhance opportunities for Filipino workers. pic.twitter.com/VriMTK3WjS
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 27, 2025
Fleira var það ekki þessa vikuna. Góða helgi!
Kveðja, Upplýsingadeild