Hoppa yfir valmynd
21. september 2016 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 72/2016 Úrskurður 16. september 2016

Mál nr. 72/2016                     Aðlögun kenninafns: Andradóttir
                                              Aðlögun eiginnafns: Katrína
 


Hinn 16. september 2016 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 72/2016 en erindið barst nefndinni 31. ágúst:

Með bréfi Þjóðskrár Íslands, dags. 31. ágúst 2016, var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni xxx um að taka upp kenningu til föður síns, Andrzej. Óskar hún að eiginnafn föðurins verði lagað að íslensku máli, Andradóttir. Jafnframt óskar hún að nafnið eiginnafnið Katarzyna verði lagað að íslensku máli, Katrína.

Ekkert er í lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, sem stendur í vegi fyrir því að fallist sé á ofangreinda beiðni.

 

Úrskurðarorð:

Fallist er á föðurkenninguna Andradóttir og eiginnafnið Katrína.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta