Hoppa yfir valmynd
3. desember 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samningur um örugga netnotkun

Þrjú ráðuneyti styðja starfsemi SAFT sem annast vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun Netsins og berst gegn ólöglegu efni á netinu. Samningur um stuðning við verkefni SAFT til ársloka 2014 var undirritaður í dag.

Að samningnum standa mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti annars vegar og hins vegar Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi.

Skammstöfunin SAFT stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Programme, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Samningsaðili við Evrópusambandið er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstarfi við Embætti landlæknis og Barnaheill – Save the Children Iceland.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta