Félagsmálaráðuneytið tekur fleiri Græn skref
Félagsmálaráðuneytið hefur staðist úttekt á fimmta skrefi í verkefninu Grænum skrefum, en ráðuneytið hefur unnið að innleiðingu þess undanfarin þrjú ár. Hefur ráðuneytið því innleitt öll fimm skref verkefnisins.
Aðgerðir Grænna skrefa ná yfir helstu umhverfisþætti í venjulegum skrifstofurekstri og er þeim skipt í sjö flokka. Fyrstu fjögur skrefin innihalda aðgerðir í öllum þessum flokkum og inniheldur hvert skref á bilinu 20-40 aðgerðir sem stofnanir þurfa að innleiða í sinn rekstur. Fimmta skrefið tekur hins vegar á þeim aðgerðum sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi hjá viðkomandi stofnun.
Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.