Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

Börn eiga að vera í forgrunni allra loftslagsaðgerða ​

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í fyrsta sinn gefið út opinberar leiðbeiningar til aðildarríkja, með vísan í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, um að þau verði að tryggja börnum hreint, heilbrigt og sjálfbært umhverfi með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum.

Tilmælin eru sem gefin voru út í dag eru ítarleg útlistun og staðfesting á skyldum aðildarríkja gagnvart Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og hamfarahlýnun. Sáttmálinn var gefinn út árið 1989 og er útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en 196 ríki fullgiltu hann. Hér á Íslandi var það gert þann 27. nóvember 1992 og hann síðar lögfestur 20. febrúar árið 2013.

Nýju leiðbeiningarnar bera yfirskriftina „Almenn athugasemd 26 um réttindi barna og umhverfið með sérstaka áherslu á loftslagsbreytingar“ tekur sérstaklega fyrir loftslagsvána, hrun líffræðilegs fjölbreytileika, mengun og útlistar gagnaðgerðum til að vernda börn, líf þeirra og sjónarmið, að því er fram kemur í frétt UNICEF.

„Börn um allan heim hafa leitt baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Skorað á stjórnvöld og fyrirtæki að grípa til aðgerða til að vernda Jörðina og framtíð þeirra. Með Athugasemd 26 er nefndin ekki aðeins að taka undir og lyfta sjónarmiðum barna, heldur líka að skilgreina réttindi barna í tengslum við umhverfismál sem aðildarríki verða að virða, vernda og uppfylla. Í heild og þegar í stað,“ segir Philip Jaffé í Barnaréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Almenn athugasemd 26 tiltekur að aðildarríki beri ekki aðeins skylda til að vernda börn gegn yfirvofandi skaða heldur einnig gegn fyrirsjáanlegum brotum gegn réttindum þeirra í framtíðinni, ýmist vegna aðgerða eða aðgerðaleysis viðkomandi ríkja. Enn fremur er undirstrikað að hægt sé að gera ríki ábyrg fyrir umhverfisspjöllum, ekki aðeins innan þeirra landamæra, heldur einnig fyrir aðkomu að skaðlegum umhverfisáhrifum og loftslagsbreytingum utan þeirra.

Öll þau 196 ríki sem fullgilt hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru hvött til að grípa til tafarlausra aðgerða til að hætta að nota kol, olíu og gas í þrepum og færa sig að endurnýjanlegri orkugjöfum, bæta loftgæði og tryggja aðgengi að hreinu vatni, ráðast í gagngerar breytingar á landbúnaðar- og sjávarútveg til að framleiða hollar og sjálfbærar afurðir og verja líffræðilegan fjölbreytileika vistkerfa.

Nánar á vef UNICEF

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta