Hoppa yfir valmynd
31. október 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðherra fundaði með Leiðsögn

„Leiðsögumenn gegna afar mikilvægu hlutverki í íslenskri ferðaþjónustu. Góðir og vel menntaðir leiðsögumenn gera ferðalagið ekki bara betra og skemmtilegra, heldur stuðla að öryggi ferðamanna, aukinni fagmennsku og margeykur líkurnar á því að ferðamenn mæli með landinu sem áfangastað eftir heimsóknina,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem fundaði með Leiðsögn – stéttarfélagi leiðsögumanna. Ráðherra hitti Friðrik Rafnsson, formann Leiðsagnar og Hörpu Björnsdóttur ritara félagsins. Félagið á 50 ára afmæli um þessar mundir og mun halda glæsilega afmælishátíð af því tilefni í nóvember.

 

Íslensk ferðaþjónusta átti gott ferðasumar og vonir standa til að dreifing ferðamanna verði góð yfir allt árið í ár. Það var því af mörgu að taka í samtali ráðherra og Leiðsagnar en ráðherra ræddi meðal annars um stefnu og aðgerðaráætlun í ferðaþjónustunni. Nú er að hefjast vinna að nýrri aðgerðaráætlun sem mun taka utan um þann mikla fjölda ferðamanna sem búist er við ásamt því að huga að þolmörkum umhverfis og samfélags og helstu áskorunum sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir. „Ég legg mikla áherslu á að við þessa vinnu sé vel hugað að öllu samráði, meðal annars við Leiðsögn,“ segir ráðherra. Fulltrúar Leiðsagnar vöktu jafnframt athygli á vaxandi áhyggjum þeirra af undirboðum í greininni sem skekkir samkeppni, menntun leiðsögumanna og stöðu þeirra á vinnumarkaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta