Fundur um vanrækslugjald vegna skoðunar ökutækja
Jónas Guðmundsson sýslumaður mun á fundinum fjalla um vanrækslugjaldið, álagningu þess og innheimtu. Álagningin á að hefjast 1. apríl næstkomandi og innheimta þess tveimur mánuðum síðar. Að loknu erindi sýslumanns verður gefinn kostur á umræðum og fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Elín Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Umferðarstofu.
Geta má þess að tæplega 30.000 ökutæki höfðu ekki verið færð til lögmæltrar skoðunar um síðustu áramót. Er vanrækslugjaldinu ætlað að fækka óskoðuðum ökutækjum í umferð.
Þeir sem hyggjast taka þátt í fundinum eru beðnir að tilkynna það á netfangið: