Hoppa yfir valmynd
16. mars 2009 Innviðaráðuneytið

Fundur um vanrækslugjald vegna skoðunar ökutækja

Opinn fundur um álagningu og innheimtu vanrækslugjalds vegna ökutækja sem ekki hafa verið færð til skoðunar á tilsettum tíma verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 8.30 á Grand hóteli í Reykjavík. Embætti sýslumannsins í Bolungarvík mun annast innheimtu gjaldsins og stendur sýslumaðurinn fyrir fundinum.

Jónas Guðmundsson sýslumaður mun á fundinum fjalla um vanrækslugjaldið, álagningu þess og innheimtu. Álagningin á að hefjast 1. apríl næstkomandi og innheimta þess tveimur mánuðum síðar. Að loknu erindi sýslumanns verður gefinn kostur á umræðum og fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Elín Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Umferðarstofu.

Geta má þess að tæplega 30.000 ökutæki höfðu ekki verið færð til lögmæltrar skoðunar um síðustu áramót. Er vanrækslugjaldinu ætlað að fækka óskoðuðum ökutækjum í umferð.

Þeir sem hyggjast taka þátt í fundinum eru beðnir að tilkynna það á netfangið:

[email protected]



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta