Hoppa yfir valmynd
16. mars 2009 Innviðaráðuneytið

Skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýstar

Samgönguráðherra hefur ákveðið að setja skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll í samræmi við heimild í lögum um loftferðir. Reglurnar hafa meðal annars að geyma fyrirmæli um starfsemi innan flugvallarins og reglur um hindranafleti í nágrenni hans.
Skipulagsreglur Reykjavíkurflugvallar - mynd
Drög að skipulagsreglum fyrir Reykjavíkurflugvöll liggja nú fyrir.

Eigendur fasteigna og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér regludrögin og er unnt að gera athugasemdir til 16. apríl 2009. Skulu þær vera skriflegar og sendar samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu, við Tryggvagötu, 150 Reykjavík.

Tilgangur skipulagsreglna er að marka skýra stefnu um starfsemi sem heimiluð er innan flugvallarins, tryggja flugöryggi með því að binda hæðartakmarkanir í skipulag og að einfalda umfjöllun og ákvarðanatöku um starfsemi innan vallarins og hæðir mannvirkja innan vallar og í nágrenni hans.

Gerð er nánari grein fyrir reglunum í meðfylgjandi teikningum og texta sem skoða má með því að smella á textann hér að neðan:



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta