Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland næstu vikurnar
Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur og allt að 120 liðsmenn og hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar dvelja einnig flugsveitir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinna kafbátaeftirliti úti fyrir ströndum Íslands.
Auk flugsveitarinnar tekur starfsfólk í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Udem í Þýsklandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þátt í verkefninu. Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins.
Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 15. til 24. janúar, með fyrirvara um veður.
Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia, í umboði utanríkisráðuneytisins, en ráðgert er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir miðjan febrúar.