Opið fyrir umsóknir um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Lóu – nýsköpunarstyrki, en markmiðið með þeim er að efla nýsköpun á landsbyggðunum sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni. Styrkjunum er ætlað að styðja við frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni sem og til uppbyggingar innviða fyrir verðmætasköpun og atvinnulíf, á forsendum svæðanna sjálfra.
Heildarfjárhæð Lóu árið 2022 er 100 milljónir króna, en hámarks styrkur til hvers verkefnis eru 20 milljónir króna og er úthlutað til árs í senn. Ráðherra mun skipa matshóp sem fer yfir styrkhæfi umsókna í samræmi við nýsköpunarstefnu og áherslur stjórnvalda. Hópurinn gerir tillögur til ráðherra um veitingu styrkja.
- Nánari upplýsingar um Lóu - nýsköpunarstyrki
- Umsóknarform
- Handbók um Lóu - nýsköpunarstyrki
- Reglur fyrir Lóu - nýsköpunarstyrki
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2022.
Umsóknum er skilað rafrænt í gegnum minarsidur.hvin.is