Hoppa yfir valmynd
12. desember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útboð um eflingu stafrænnar þjónustu fyrir allt að 18 teymi

Stafrænt Ísland, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins, hyggst standa fyrir útboði sem skila á rammasamningum fyrir allt að 18 teymi frá öflugum fyrirtækjum. Markmiðið er að teymin vinni með Stafrænu Íslandi að því að bæta þjónustu á island.is fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Kynningarfundur fyrir áhugasöm fyrirtæki verður haldinn mánudaginn 16. desember.

Útboð verkefnanna er liður í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um eflingu stafrænnar þjónustu, sem er eitt af forgangsmálum stjórnvalda. Unnið er að því að Ísland verði á meðal þeirra fremstu í heiminum þegar kemur að stafrænni stjórnsýslu og opinberri þjónustu.

Teymin munu vinna í samvinnu við Stafrænt Ísland og stofnunum að verkefnum fyrir island.is sem er miðlæg þjónustugátt. Verkefnin sem um ræðir snúa að þróun á stafrænni þjónustu, sem fellur undir Stafrænt Ísland og island.is.

Útboðið felur í sér ríkar hæfis- og gæðakröfur en áhersla er jafnframt á að gera minni aðilum kleift að taka þátt. Gert er ráð fyrir að heildarumfang verkefna næstu tvö árin geti orðið allt að 60.000 klst. með fyrirvara um fjárveitingar til verkefnanna. Útboðið miðar að því að fá fjölbreytt teymi með öfluga reynslu og þekkingu sem vinna eftir og hjálpa til við að móta tæknistefnu island.is.

Um kynningarfundinn:

Kynningarfundur verður haldinn í  í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (1. hæð), Skúlagötu 4 Lindargötu mánudaginn 16. desember 2019 kl. 11:00. Þar verður útboðið kynnt en spurningum verður aðeins svarað rafrænt.

Þeir sem áhuga hafa á að mæta á kynningarfund um útboðsferlið sendi tilkynningu á [email protected] merkt : 21018 – Þverfaglegt teymi fyrir Stafrænt Ísland, fyrir kl. 9:00 mánudaginn 16. desember 2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta