Hoppa yfir valmynd
7. mars 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Yfirlýsing fjármálaráðherra vegna setningar reglna um viðbótarlaun

Fjármálaráðherra hefur í dag undirritað reglur um greiðslu viðbótarlauna samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 9. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samanber einnig ákvæði kjarasamninga opinberra starfsmanna í grein 1.3.1 „Um tímabundna umbun“.

Í samræmi við 52. grein laganna var bandalögum starfsmanna gefinn kostur á að fjalla um reglurnar og meðferð þeirra. Í þessu samráðsferli var helst ágreiningur um upplýsingagjöf til stéttarfélaga. Vegna þessa lýsir fjármálaráðherra yfir eftirfarandi:

„Fjármálaráðuneytið mun upplýsa stéttarfélög um notkun viðbótarlauna tvisvar á ári. Þær upplýsingar verði fengnar úr reglubundnu eftirliti fjármálaráðuneytisins með notkun þessarar tegundar hjá stofnunum. Ráðuneytið mun leitast við að gera bandalögum/stéttarfélögum ljóst hver dreifing viðbótarlauna er á hverjum árshelmingi eftir stéttarfélögum, kyni og stofnunum eða stofnanaklösum. Einnig verður reynt að greina tíðni og upphæðir viðbótarlauna. Ríkt verður gengið eftir því að stofnanir hlíti reglum fjármálaráðherra og kynni vel eigin reglur um útfærslu þeirra.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta