Hoppa yfir valmynd
8. september 2021

Skógrækt í þágu umhverfismarkmiða

Ísland og Indland hafa sömu markmið og hugsjónir í umhverfis- og loftlagsmálum, sagði Guðni Bragason sendiherra í ávarpi á samkomu í Nýju-Delhí. Samkoman var haldin á vegum Oorja-stofnunarinnar, en frumkvöðull hennar er Deepti Rawat Bhardwaj, fyrrverandi aðstoðarráðherra fyrir menntamál og formaður í kvenna- og jafnréttisstarfi stjórnarflokksins (BJP). Viðstöddum var boðið að gróðursetja tré í þágu komandi kynslóða. Sagði sendiherra, að trjárækt skipaði sérstakan sess í huga Íslendinga, eins og Indverja. Minntist hann á skógræktarframtak Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, og starf Landgræðslunnar og Skógræktarinnar á Íslandi í rúmlega eina öld og sagði auk þess frá Landgræðsluskólanum og Jafnréttisskólanum.
  • Skógrækt í þágu umhverfismarkmiða - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta