Hoppa yfir valmynd
21. mars 2016 Dómsmálaráðuneytið

Herða á baráttu gegn erlendum mútubrotum

Fulltrúar á ráðherrafundi OECD í París í síðustu viku samþykktu að herða baráttuna gegn erlendum mútubrotum. Ráðherrafundurinn er liður í að efla enn frekar starf starfshóps OECD um erlend mútubrot sem sér um að fylgja eftir framkvæmd alþjóðlegs samnings um baráttu gegn mútum í alþjóðlegum viðskiptum.

Fulltrúar á ráðherrafundi OECD í París í síðustu viku samþykktu að herða baráttuna gegn erlendum mútubrotum. Ráðherrafundurinn er liður í að efla enn frekar starf starfshóps OECD um erlend mútubrot sem sér um að fylgja eftir framkvæmd alþjóðlegs samnings um baráttu gegn mútum í alþjóðlegum viðskiptum.

Samningurinn á einkum að stemma stigu við því að fyrirtæki reyni að múta embætttismönnum þvert á landamæri. Ísland er aðili að samningnum ásamt 40 öðrum ríkjum. Skýrsla Íslands um viðbrögð við tilmælum Starfshóps OECD um erlend mútubrot var tekin fyrir á fundi starfshópsins í París. Þeir sem lögðu mat á skýrsluna töldu að íslensk stjórnvöld hefðu stigið mikilvæg skref í rétta átt og eiga að skila nýrri framgangsskýrslu í október næstkomandi.

Berglind Ásgeirsdóttir og Sveinn Helgason voru fulltrúar Íslands á fundinum. Berglind Ásgersdóttir, sendiherra í París, sat fundinn ásamt Sveini Helgasyni, sérfræðingi í innanríkisráðuneytinu. Sveinn er verkefnistjóri stýrihóps sem innanríkisráðherra skipaði til að fylgja eftir innleiðingu álþjóðlegra samninga gegn mútum og spillingu. Í umræðum á fundinum lagði Berglind áherslu á að OECD væri góður vettvangur fyrir samvinnu á þessu sviði. Íslensk stjórnvöld væru einnig að vinna að lagabreytingum til að verða við tilmælum Vinnuhóps OECD um erlend mútubrot. Þá benti sendiherrann á þverfaglegt námskeið um mútubrot og peningaþvætti sem haldið var í janúar en námskeiðið sóttu lögreglumenn, skattrannsakendur, saksóknarar, starfsmenn Tollstjóra og fleiri. Íslensk stjórnvöld legðu einnig áherslu á að vera á verði gagnvart erlendum mútubrotum í opinberum innkaupum og þróunaraðstoð auk þess sem gott samstarf við einkageirann væri mikilvægt. Íslenska utanríkisþjónustan gegndi einnig mikilvægu hlutverki svo og frjáls félagasamtök. Í því sambandi má geta þess að Gagnsæi, samtök gegn spillingu, eiga fulltrúa í stýrihópi innanríkisráðherra um að fylgja eftir alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta