Endurskoðuð áætlun framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012
Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun um úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012 á grundvelli 3. gr. reglugerðar, nr. 510/2012.
Áætluð útgjaldaþörf þjónustusvæða/sveitarfélaga er samtals 12.061,4 m.kr. Þar af nemur áætlun útsvarstekna vegna 0,25% hlutdeildar þjónustusvæða/sveitarfélaga í útsvarsstofni vegna þjónustu við fatlað fólk 2.402,0 m.kr. á árinu. Mismunur áætlaðrar útgjaldaþarfar og áætlaðra útsvarstekna þjónustusvæða/sveitarfélaga er áætluð almenn framlög úr Jöfnunarsjóði vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012 og nema þau 9.659,4 m.kr.
Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,95% hlutdeild hans í staðgreiðsluskilum viðkomandi mánaðar.