Hoppa yfir valmynd
3. desember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Evrópskt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn COVID-19 í sjónmáli

Evrópskt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn COVID-19 í sjónmáli - myndStjórnarráðið

Lyfjastofnun Evrópu hafa borist umsóknir um skilyrt markaðsleyfi fyrir tvö bóluefni við COVID-19. Þetta er annars vegar bóluefni þróað af BioNTech og Pfizer og hins vegar bóluefni sem Moderna Biotech hefur þróað. Stofnunin mun beita flýtimati á umsóknirnar. Niðurstaða gæti legið fyrir innan nokkurra vikna, en það fer eftir því hvort gögnin sem berast sýna með fullnægjandi hætti fram á gæði, öryggi og virkni bóluefnanna. Reynist gögnin fullnægjandi er gert ráð fyrir að endanlegt mat liggi fyrir varðandi bóluefni BioNTech og Pfizer í síðasta lagi 29. desember og 12. janúar fyrir bóluefni Moderna. Ýtarlega er fjallað um málið á vef Lyfjastofnunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta