Úrskurði Samkeppniseftirlits áfrýjað
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað í dag að áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kvörtunar Sálfræðingafélags Íslands. Félagið vildi að eftirlitið skæri úr um það hvort synjun heilbrigðisyfirvalda um að semja um greiðsluþátttöku í kostnaði sjúkratryggðra við sálfræðimeðferð stæðist samkeppnislög. Samkeppniseftirlitið taldi svo ekki vera.