Hoppa yfir valmynd
26. október 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðismálaráðherra heimsækir Sogn

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað starfshóp til að huga að uppbyggingu á réttargeðdeildinni á Sogni. Ráðherra greindi frá þessu í heimsókn sinni á Sogni í dag þar sem hann kynnti sér starfsemina og aðstæður allar. Í starfshópnum verða Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri, Leifur Benediktsson, deildarstjóri, auk Magnúsar Skúlasonar, yfirlæknis á Sogni. Með heilbrigðismálaráðherra í för var Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Rósa Georgsdóttir. Rósa beitti sér fyrir stofnun Kærleikssjóðs Sogns á sínum tíma og tók Landsbankinn að sér að ávaxta og sjá um sjóðinn. Til hans var stofnað til að bæta í hvunndeginum vist og vellíðan sjúklinga á Sogni. Rósa Georgsdóttir vígði í dag nýtt gróðurhús sem komið hefur verið upp á Sogni til að gefa vistmönnum kost á stunda ræktunarstarf, en gróðurhúsinu hefur verið gefið nafnið Rósuskjól í virðingarskyni við hana.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta