Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Lífslíkur íslenskra karla mestar

Lífslíkur íslenskra karla eru mestar í heiminum eða 79 ár og lífslíkur Íslendinga við fæðingu eru 80,7 ár, eða næst mestar í heiminum. Þetta kemur fram í riti OECD “Health at a Glance” sem út er komið en þar er fjallað um fjölmarga þætti heilbrigðisþjónustunnar í aðildarlöndum OECD. Lífslíkur í Japan eru mestar við fæðingu eða 81,8 ár og Íslendingar eru eins og áður sagði í öðru sæti. Lífslíkur íslenskra kvenna eru 82,4 ár og eru konurnar í 7. til 8. sæti í samanburði OECD.

Sjá nánar: http://www.oecd.org/document/11/0,2340,en_2649_33929_16502667_1_1_1_1,00.html

Sjá nánar: Heilbrigðismál í hnotskurn (pdf skjal 295 Kb)

 

 

 

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta