Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Framkvæmdanefnd vegna byggingar nýs Landspítala - háskólasjúkrahúss skipuð

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur í kjölfar samþykktar ríkisstjórnarinnar hinn 6. sept. 2005, þar sem ákveðið var að verja 18 milljörðum af söluandvirði Símans til byggingar nýs spítala Landspítala - háskólasjúkrahúss, skipað framkvæmdanefnd um byggingu nýs spítala. Framkvæmdanefndin hefur yfirumsjón með undirbúningi framkvæmda og mannvirkjagerð á lóð Landspítalans. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur, Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Magnús Pétursson, forstjóri, Kristín Ingólfsdóttir, rektor, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri og Björn Ingi Sveinsson, verkfræðingur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta