Alnæmi ört vaxandi vandi í Austur-Evrópu
Guðjón Magnússon hélt einmitt fyrirlestur um heilsufar barna og ungmenn í Evrópu á árlegum ráðherrafundi evrópskra heilbrigðismálaráðherra í Stokkhólmi og gerði hann alnæmissmit barna að umtalsefni auk vaxandi ójafnræðis í heilbrigðismálum í álfunni. Kom meðal annars fram í máli Guðjóns að of þungum börnum fjölgaði hratt í Evrópu og tók hann sem dæmi að fyrir 30 árum hefðu 6 til 8% evrópskra barna verið of þung en nú væri hlutfallið farið að nálgast fjórðung eða 25%. Ráðherrafundirnir eru samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði heilbrigðis- og félagsmála á norðurslóðum og kallast Northern Dimension Partnership in Public Health and Social Well being. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sótti fundinn í Stokkhólmi fyrir hönd Íslands, en hann var haldinn dagana 17. og 18. nóvember. Svíar hafa verið í formennsku fyrir samstarfi Evrópuþjóðanna á þessu sviði, en Litháar tók við formennskunni á fundinum í Stokkhólmi. Í fundarlok sátu ráðherra fyrir svörum fréttamanna.
Frá blaðamannafundi norrænna ráðherra í Stokkhólmi: Liisa Hyssälä, heilbrigðismálaráðherra Finna, Jón
Kristjánsson og Morgan Johansson, heilbrigðismálaráðherra Svía.