Biðtími eftir skurðaðgerðum á Landspítala styttist
Það fækkar á biðlistum eftir skurðaðgerðum á landspítala og biðtími eftir sömu aðgerðum er styttri en hann var borið saman við liðið ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnunarupplýsingum spítalans þar sem gerð er grein fyrir starfseminni fyrstu átta mánuði ársins. Um fimmtungs fækkun er orðin á biðlistum eftir skurðaðgerðum og bíða nú til að mynda 28 eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis en þeir voru eitt hundrað í fyrra. Heimsóknum á slysa- og bráðamóttöku spítalans hefur fjölgað um tæplega tíu af hundraði frá í fyrra og segir m.a. í greinargerð spítalans það koma á ”óvart hversu margir koma frá Suðurlandi og Reykjanesi”.
Sjá nánar á heimasíðu Landspítala – háskólasjúkrahúss: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html