Hoppa yfir valmynd
1. desember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóða alnæmisdagurinn er í dag

Alþjóðlegur alnæmisdagur er í dag og er hann haldinn til að vekja athygli útbreiðslu sjúkdómsins og baráttunni gegn honum. Í tilefni dagsins hvetur Svæðisskrifstofa evrópudeildar WHO í Kaupmannahöfn til þess að tryggja smituðu í heiminum viðeigandi meðferð. Evrópuríkin höfðu sett sér að fjölga smituðum í meðferð um eitt hundrað þúsund á árinu 2005 og hefur það markmið þegar náðst. Rúmlega tvær milljónir manna í 52 aðildarríkjum Svæðisskrifstofu WHO í Evrópu eru smitaðir, langflestir í Austur-Evrópu þar sem fjölgunin er jafnframt mest. Þróunin þar þykir ógnvekjandi í nokkrum ríkjum og eru Rússland, Úkraína, Eistland og Lettland nefnd sérstaklega í þessu sambandi.

Sjá nánar: Alnæmissmitaðir í Evrópu - yfirlit frá WHO (pdf skjal 80 Kb)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta