Hoppa yfir valmynd
9. desember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Yfirlýsing vegna fullyrðinga barna-og unglingageðlækna

Í yfirlýsingunni frá heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu segir: "Fimm barna- og unglingageðlæknar hafa í Morgunblaðinu í dag áhyggjur af meðferð heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra á sannleikanum. Fullyrða barnageðlæknarnir fimm meðal annars að heilbrigðismálaráðherra fari með rangt mál þegar hann fullyrðir, að barna- og unglingageðlæknar hafi ekki nýtt greiðslueiningafjöldann sem kom í þeirra hlut sl. þrjú ár.

Að væna ráðherra um ósannindi með þessum hætti kallar á að hér sé birt yfirlit yfir greiðslueiningarnar til barnageðlæknahópsins. Samkvæmt tölum ráðuneytisins þá er fullyrðing ráðherra rétt eins og neðangreint yfirlit sýnir.

Ár

Umsamdar einingar

Unnar Einingar nettó


Mismunur

2001

157.044

159.125

-2.081

2002

202.900

196.064

6.836

2003

195.891

191.346

4.545

2004

197.936

162.980

34.956

2005

162.980

 

 

 

 

Frá janúar til októberloka á þessu ári hafa  barna- og unglingageðlæknar unnið fyrir 141.720 einingar. Ef gert er ráð fyrir sömu þjónustu þá tvo mánuði, sem eftir lifðu árs í októberlok má gera ráð fyrir að geðlæknar verði með um 170.000 einingar eða fari um 7.000 einingar fram úr umsömdu magni.

 

Verð á einingu á árinu 2005 er 214 krónur þannig að hér er um 1,5 milljóna króna heildarupphæð að ræða, en samninganefnd hefur boðið að hluti umframeininga verði greiddur að hluta.

 

Á árinu 2004 dróst þjónusta barnageðlækna saman um 30 þúsund greiðslueiningar frá því sem hið opinbera var tilbúið að kaupa af þeim án þess að hópurinn hefði á opinberum vettvangi sömu áhyggjur af þróuninni og hann hefur nú. Það vekur bæði undrun og áhyggjur.

 

Heilbrigðismálaráðherra semur sjálfur ekki við læknahópa eða einstaklinga í hópi sérfræðilækna. Það gerir samninganefnd heilbrigðismálaráðherra. Í gildi er nýlegur samningur þar sem samið var um magn þjónustu fyrir árin 2005 til 31. mars 2008. Þessi langtímasamningur var undirritaður 21. desember 2004, m.a. Fyrir hönd barna-og unglingageðlækna.

 

Við samningsgerðina var það tillaga samninganefndar HTR að taka árið 2002 sem grunn að skiptingu greiðslueininga á milli sérgreina. Samninganefnd lækna kom með tillögu í lok samningagerðarinnar um að miða við samsetningu verka á árinu 2004. Samninganefnd HTR féllst á þessa tillögu frá fulltrúum í samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur.

 

Samninganefnd HTR hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við samninganefnd lækna, sem jafnframt er samningsaðili fyrir barna- og unglingageðlækna, um framkvæmd samningsins og það hefur aldrei verið ætlunin að gera einhverja sérsamninga við einstakar sérgreinar á sama tíma og staðið er í viðræðum við formlegan samningsaðila. Niðurstaða úr þessum viðræðum er enn ekki fengin."

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta