Hoppa yfir valmynd
9. júní 2017 Innviðaráðuneytið

Átaksverkefni um umbætur í flutningum og samgöngum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hrundið af stað verkefni sem miðar að því að gera samgöngur og flutninga á vegum eins tæknilega og framast er unnt. Auka á samkeppnishæfni greinarinnar, gera hana umhverfisvænni og að starfsskilyrði innan greinarinnar verði sanngjörn þeim ellefu milljónum manna sem þar starfa.

Verkefnið getur snert starfsemi íslenskra flutningafyrirtækja meðal annars að því er varðar nýtingu á tækninýjunum í flutningastarfsemi og reglur sem snerta starfsskilyrði launþega í atvinnugreininni. Meðal helstu aðgerða sem falla undir verkefnið eru:

  • Að gera umferðina öruggari.
  • Að auka notkun upplýsingatækni.
  • Að draga úr losun CO2 og annarra mengandi lofttegunda.
  • Að draga úr umferðarteppum.
  • Að draga úr óþarfa hömlum sem reglur setja á atvinnurekstur í greininni.
  • Að berjast gegn ólöglegum ráðningum.
  • Að tryggja eðlilegar vinnuaðstæður og hvíldartíma starfsfólks.

Í tengslum við verkefnið verða kynnt drög að átta nýjum reglum sem sérstaklega er beint að flutningum á vegum. Áhersla er lögð á að framfylgja reglum betur en áður og reglur gerðar skýrari. Sem dæmi má nefna hvernig túlka ber ákvæði um lágmarkslaun. Drög að fleiri reglum verða lögð fram á næstu tólf mánuðum. Upplýsingagjöf verður bætt og tæknibúnaður og kerfi sem notuð eru til að taka gjöld af samgöngum á vegum verða samhæfð.

Kringum ellefu milljónir manna starfa nú við flutninga á fólki og vörum og við hliðstæða starfsemi. Þar af starfa við flutninga á landi um fimm milljónir manna. Frá þeim hluta samgangna koma jafnframt um 20% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í Evrópu.

Vonast er til þess að hinar nýju reglur verði til þess að atvinnugreinin muni eflast og stækka, að ný störf verði til og að valkostum neytenda fjölgi. Þá er ætlunin að framtakið verði til þess að auka líkur á því að frá samgöngum í Evrópu verði engin losun gróðurhúsalofttegunda. Til lengri tíma er vonast til þess að áhrifin af þessum aðgerðunum muni ná langt út fyrir flutninga og samgöngur á landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta