Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2020 Dómsmálaráðuneytið

Nr. 56/2020 Úrskurður

 

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Þann 7. febrúar 2020 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 56/2020

Í stjórnsýslumáli nr. KNU19120042

 

Kæra á ákvörðun Útlendingastofnunar

 

 

Þann 18. desember 2019 barst kærunefnd útlendingamála kæra [...] (hér eftir A), f.h. [...], fd. [...], ríkisborgara Indlands (hér eftir B), vegna ákvörðunar Útlendingastofnunar, dags. 11. desember 2019, um að synja B um vegabréfsáritun til Íslands.

Í kæru kveðst A gæta hagsmuna B en hann lagði ekki fram sérstakt umboð þess efnis með fyrrgreindri stjórnsýslukæru. Þá liggur slíkt umboð ekki fyrir í gögnum málsins. Með tölvupósti kærunefndar útlendingamála til A, dags. 7. janúar 2020, var A leiðbeint um að leggja fram staðfestingu á því að hann hefði umboð til að annast hagsmunagæslu fyrir B. Kærunefnd ítrekaði þá beiðni með tölvupósti, dags. 22. janúar sl., en engin svör bárust frá A. Í fyrirliggjandi gögnum málsins liggur því ekki fyrir umboð frá B, til handa, A, sem sýnir fram á að A hafi heimild til þess að gæta hagsmuna B, í málinu. Ljóst er að A getur ekki talist aðili málsins enda hefur hann ekki lögmætra hagsmuna að gæta varðandi ákvörðun Útlendingastofnunar, sem líkt og fyrr greinir snýr einungis að B. Í ljósi framangreinds telur kærunefnd ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu.

Að öllu framangreindu virtu er það mat kærunefndar að vísa beri kæru þessari frá nefndinni.

 

 

Úrskurðarorð

 

Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.

The appeal of the decision of the Directorate of Immigration is dismissed.

 

 

 

Fyrir hönd kærunefndar útlendingamála,

 

 

 

Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta