Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

Úkraína þegar farin af lista yfir örugg ríki

Í tilefni af umræðum um lista yfir örugg ríki er rétt að taka eftirfarandi fram. Útlendingastofnun ber lögum samkvæmt ábyrgð á lista öruggra upprunaríkja og því var það þeirra ákvörðun að taka landið af listanum. Upplýsingar um að Úkraína sé talin öruggt upprunaríki voru teknar af heimasíðu Útlendingastofnunar strax að morgni fimmtudagsins 24. febrúar í ljósi frétta næturinnar. Ekki hefur verið lagt sérstakt mat á ástandið í landinu þar sem algjör óvissa er um hvernig aðstæður þróast. Gert er ráð fyrir að lagt verði mat á aðstæður í Úkraínu eftir því sem atburðum vindur fram og fregnir berast af ástandi í landinu.

Listi Útlendingastofnunar yfir örugg ríki

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta