Hoppa yfir valmynd
12. desember 2006 Utanríkisráðuneytið

Börn styðja börn

Frá blaðamannafundi þar sem ráðherra kynnti þróunarverkefnið
Frá blaðamannafundi þar sem ráðherra kynnti þróunarverkefnið

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 092

Utanríkisráherra hefur ákveðið að setja af stað sérstakt þróunarverkefni í Úganda og Malaví. Verkefnið ber heitið „Börn styðja börn" og gengur út á að sérhvert grunnskólabarn á Íslandi styrki eitt grunnskólabarn í Úganda og Malaví um skólamáltíð alla skóladaga ársins næstu tvö árin.

Börn á grunnskólaaldri á Íslandi eru tæplega 45.000 og verður því greitt fyrir skólamáltíð fyrir jafn mörg börn. Verkefnið verður unnið af Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (e. World Food Program), sem hefur 40 ára reynslu af skólamáltíðum sem leið til þess að fá börn í skóla og bæta um leið heilsu þeirra og lífskjör.

Heildarkostnaður við verkefnið eru 110 milljónir króna á ári eða samtals 220 milljónir fyrir tvö ár. Með verkefninu kemst Ísland í hóp efstu fimm landa í framlögum til Matvælaáætlunar S.þ., ef miðað er við höfðatölu.

Verkefnið verður hluti af átaki Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, „Málsverður á menntavegi", sem á síðasta ári hjálpaði 21,7 milljónum barna í samtals 74 löndum að sækja skóla með því að gefa þeim eina máltíð á dag.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á meðfylgjandi upplýsingablaði (PDF - 3,65 MB).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta