Dagur stærðfræðinnar: fagráð um stærðfræðikennslu
Einnig er stefnt að því að Menntamálastofnun verði falið að skima og prófa nemendur í stærðfræði á hliðstæðan hátt og nú er gert með læsi í lesfimiprófum.
„Við vitum að það eru sóknarfæri í því að efla stærðfræðikennslu á öllum skólastigum og auka samráð og samstarf milli þeirra. Við þurfum að nálgast þetta mál heildstætt og skoða til dæmis framboð á námsefni og námsgögnum og huga að menntun stærðfræðikennara. Það er nú þegar fjölþætt vinna í gangi innan ráðuneytisins sem þessu tengist en fagráðið verður mikilvægur ráðgefandi aðili. Það er komin góð reynsla á átaksverkefni eins og Þjóðarsáttmála um læsi og ég sé fyrir mér að við getum nýtt það besta úr þeirri nálgun til þess að auka árangur íslenskra nemenda í stærðfræði,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Degi stærðfræðinnar er fagnað í dag, fyrsta föstudag febrúarmánaðar, en samtök stærðfræðikennara, Flötur, hafa m.a. hvatt skóla til þess að nýta þann dag til þess að kynna og vinna með stærðfræðileg viðfangsefni á skapandi og skemmtilegan hátt.