Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Nýr ráðherra málefna aldraðra heimsækir hjúkrunarheimili og öldrunarstofnanir

Heimsókn í DrafnarhúsJóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, heimsækir nú hjúkrunarheimili og öldrunarstofnanir og kynnir sér starfsemi þeirra og uppbyggingu. Ráðherra hefur þegar heimsótt hjúkrunarheimilið að Droplaugarstöðum og Hrafnistu í Reykjavík og Drafnarhús, dagþjálfun fyrir heilabilaða í Hafnarfirði. Í dag heimsækir ráðherra dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði.

Heimsókn á Droplaugastaði„Ég fagna því að fá þennan málaflokk í mitt ráðuneyti og veit að þörfin er víða brýn, ekki síst fyrir fjölbreytt og einstaklingsbundin úrræði. Ég nefni þar auk hjúkrunarrýma meðal annars hvíldarinnlagnir og dagþjálfun sem vaxandi þörf er fyrir. Þá verður að taka sérstaklega á breytingu úr fjölbýlum í einbýli á þeim stofnunum sem fyrir eru. Vissulega vilja flestir búa sem lengst heima og ég vil að við byggjum fjölbreytta þjónustu með raunverulegum valkostum fyrir aldraða upp um land allt, með það fyrir augum að fólk upplifi öryggi á heimilum sínum. Forsenda þess er þétt og vel skipulagt þjónustunet með samþættri heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu. Framtíðaruppbyggingin á að mínu mati að byggja á slíkri sýn. Margir hafa þegar unnið þrekvirki við uppbyggingu góðrar þjónustu og ég vil vinna með þeim við að efla þjónustu við aldraða hér á landi“, segir Jóhanna Sigurðardóttir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta