Hoppa yfir valmynd
29. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Ísland leiðir hóp 39 ríkja í mannréttindarráði Sameinuðu þjóðanna

Fulltrúi Íslands í mannréttindaráðinu - mynd

Ísland hefur tekið virkan þátt í umræðu á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf um þróun mála á Filippseyjum. Í febrúar sl. flutti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræðu í mannréttindaráðinu, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, og vakti máls á stöðu mála í Filippseyjum. Í maí sl. flutti fulltrúi Íslands sérstaka ræðu um ástandið á Filippseyjum þegar Filippseyjar undirgengust svokallaða jafningjarýni mannréttindaráðsins. Þar beindu fjölmörg ríki sérstökum tilmælum til Filippseyja um úrbætur í mannréttindamálum.

Ísland hlaut lof líkt þenkjandi þjóða fyrir ræðuna í maí. Á júnífundi mannréttindaráðsins áréttuðu íslensk stjórnvöld gagnrýni sína á stöðu mannréttinda á Filippseyjum og tóku 32 ríki undir þá ræðu. Nú í september, þegar jafningjarýni Filippseyja var afgreidd formlega, þótti ljóst að ástand mannréttindamála í landinu hefði ekki breyst til batnaðar og að stjórnvöld þar í landi hygðust hundsa þorra tilmæla um breytingar sem til þeirra hefði verið beint.

Í því ljósi var ákveðið að ítreka enn frekar mikilvægi þess að stjórnvöld á Filippseyjum virði almenn mannréttindi þegna sinna og standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Alls tóku 39 ríki undir málflutning Íslands.

Ræðan og listi yfir þau ríki sem undir hana tóku.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta