Breytingar á reglugerð um almennan stuðning við landbúnað - kornrækt
Matvælaráðuneytið vekur athygli á að breytingar sem gerðar voru á reglugerð nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað síðastliðið sumar taka gildi nú um áramótin. Breytingin felst í því að nú verður jarðræktarstyrkur til kornræktar ekki skertur í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Öll kornrækt fær því fullan jarðræktarstyrk.
Samhliða fellur niður sérregla um það að stærðarmörk þau sem kveðið er á um í greininni séu 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Framangreind stærðarmörk voru á sínum tíma sett til að hvetja til aukinnar kornræktar á svínabúum en þar sem skerðing á jarðræktarstyrkjum í kornrækt er nú afnumin í heild, hafa stærðarmörkin engin áhrif lengur.