Hoppa yfir valmynd
4. mars 2019 Utanríkisráðuneytið

Fulltrúar einkafyrirtækja í sendiför til Gana

Sendifulltrúarnir sem lögðu af stað í leiðangur til Gana um helgina. Ljósmynd: Rauði krossinn - mynd

Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason starfsmaður Íslandsbanka og Árdís Björk Jónsdóttir starfsmaður Sýnar héldu til Gana um nýliðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins „Brúun hins stafræna bils“ sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, svo þau geti sinnt hjálparstarfi á skilvirkari og árangursríkari hátt.

Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega.

Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að félagið vinni verkefnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans ásamt landsfélögum hreyfingarinnar í Afríku. „Vonir eru bundnar við að landsfélögin muni geta byggt upp sértæka og metnaðarfulla en jafnframt raunsæja áætlun um uppbyggingu á sviði upplýsinga- og samskiptatækni þannig að berskjaldað fólk geti betur notið neyðar- og þróunaraðstoð landsfélaganna í lágtekjuríkjum Afríku,“ segir í fréttinni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta