Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2019

Nýr sendiherra Íslands í Noregi tekur til starfa

Nýr sendiherra Íslands í Osló, Ingibjörg Davíðsdóttir, tók til starfa í sendiráðinu um nýliðin mánaðarmót. Ingibjörg starfaði áður á árabilinu 2018-2019 við að leiða framboð Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO. Hún var ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum 2015–2018. Þá leiddi Ingibjörg um árabil störf utanríkisráðuneytisins í mannréttinda- og jafnréttismálum og hefur starfað á sendiskrifstofum Íslands í London, Vín og Genf - en hún hóf störf í utanríkisþjónustunni árið 1999. Ingibjörg mun í lok ágústmánaðar afhenda Haraldi Noregskonungi trúnaðarbréf sitt. Við bjóðum Ingibjörgu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta