Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Reglugerð varðandi tilkynningar um markaðssetningu rafrettna til umsagnar

Velferðarráðuneytið Skógarhlíð - myndVelferðarráðuneytið

Drög að reglugerð heilbrigðisráðherra um tilkynningar til Neytendastofu um markaðssetningu rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur hefur verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Í 14. gr. laga nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur er fjallað um tilkynningar til Neytendastofu. Þar segir að framleiðendur og innflytjendur rafrettna og áfyllinga fyrir þær sem innihalda nikótín, sem hyggjast setja rafrettur eða áfyllingar á markað hér á landi, skuli senda Neytendastofu tilkynningu um slíkt sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð. Reglugerðin sem hér er lögð fram í drögum fjallar um umræddar tilkynningar, hvað skuli koma fram í tilkynningunum, birtingu þeirra tilkynninga sem uppfylla skilyrði laganna og um heimild Neytendastofu til að taka gjald fyrir tilkynningarnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta