Hoppa yfir valmynd
4. mars 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að breytingu á reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum sem snúast um takmörkun á hámarkshraða, einkum í þéttbýli. Með breytingunni er leitast við að samræma hraðatakmarkanir og um leið renna stoðum undir heimild til sekta vegna brota á þeim. Umsögnir skulu hafa borist ráðuneytinu á netfangið [email protected] eigi síðar en 12. mars.

Að undanförnu hafa nokkur sveitarfélög tekið upp 40 km hámarkshraða sem miðast meðal annars  við leiðbeiningar Vegagerðarinnar. Þannig gildir til dæmis 40 km hámarkshraði til dæmis í Stykkishólmi og Fjarðabyggð og í samræmi við þessa þróun þarf að breyta tölum í reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Er sá hraði í samræmi við það sem gerist víða erlendis en þar er ekki notaður 35 km eða 45 km hámarkshraði eins og hér hefur tíðkast og sá hámarkshraði er einnig iðulega í leiðsögukerfum í bílum. Með breytingunni er því komið í veg fyrir að leiðsögukerfi annars vegar og hraðaskilti hins vegar gefi ökumönnum misvísandi upplýsingar um hámarkshraða. Slík kerfi gera einungis ráð fyrir að hraðatakmarkanir hlaupi á heilum tugum. Breyting á sektarreglugerð er nauðsynleg þar sem að óbreyttu verður ekki hægt að framfylgja hraðatakmörkuninni „40“ með sektum.

Í reglugerðardrögunum er gert ráð fyrir að talan „35“ í fyrstu línu lárétt í töflu yfir sektarfjárhæðir miðað við tiltekin hraðabrot verði „40“. Reglugerðin er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. og 5. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og er gert ráð fyrir að hún öðlist þegar gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta