Umsagnarfrestur vegna frumvarps um lagareldi framlengdur til 12. janúar 2024
Frestur til að senda inn umsagnir eða ábendingar um frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra um lagareldi hefur verið framlengdur til og með 12. janúar 2024.
Í frumvarpinu eru lögð til ný heildarlög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Markmið frumvarpsins er að skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.
Frumvarpið má sjá hér á samráðsgátt.