Fyrri úthlutun þróunarfjár búvörusamninga
Matvælaráðuneytið hefur gengið frá fyrri úthlutun þróunarfjár búvörusamninga á árinu 2022. Alls var úthlutað tæpum 111 milljónum króna til 27 verkefna. Þrettán verkefni í sauðfjárrækt fengu styrki að upphæð 42,5 milljónir, níu í nautgriparækt að upphæð 32,3 milljónir, og fimm í garðyrkju að upphæð 36,1 milljón.
Þróunarfjármunum búgreina er úthlutað af matvælaráðuneytinu í samræmi við ákvæði búvörusamninga hverrar greinar og reglugerða um stuðning við viðkomandi grein. Þeim er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greinunum. Fagráð búgreina sem starfa samkvæmt búnaðarlögum leggja mat á umsóknir og eru meðmæli þeirra forsenda styrkveitinga ráðuneytisins.
Hér má sjá yfirlit styrkt verkefni, styrkhafa og styrkupphæðir.
Garðyrkja | |||
Umsækjandi | Verkefni | Styrkupphæð | Landshluti |
Bændasamtök Íslands | Erlendir garðyrkjuráðunautar | 21.400.000 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Mygluspá fyrir garðyrkjubændur | 4.810.080 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Kynnisferð til Danmerkur. Lífræn ræktun | 1.359.750 | Allt landið |
Syðra Holt ehf | Nýting lífrænna áburðarefna úr nærsamfélaginu í lífræna garðyrkju | 2.500.000 | Norðurland eystra |
Landbúnaðarháskóli Íslands | Áhrif lýsingar og CO2 auðgunar á vöxtuppskeru og gæði gróðurhúsatómata | 6.000.000 | Suðurland |
Samtals | 36.069.830 | ||
Nautgriparækt | |||
Landbúnaðarháskóli Íslands | Erfðastuðlar og erfðaþróun júgur- og spenaeiginleika íslenska kúastofnsins | 2.900.000 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Rekstur kúabúa – greining rekstrargagna og eftirfylgni til bænda | 4.783.000 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | NorFor 2022 | 1.678.906 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Kyngreining á sæði | 1.017.000 | Allt landið |
Landbúnaðarháskóli Íslands | Beit mjólkurkúa í mjaltaþjónahúsi | 3.372.500 | Vesturland |
Hvanneyrarbúið ehf | Kúabelgir- uppskera og fóðurgildi einærra belgjurta fyrir mjólkurkýr | 3.769.500 | Vesturland |
Landbúnaðarháskóli Íslands | Heygæði við notkun sjálfbærra áburðargjafa | 4.711.000 | Vesturland |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Hjarðheilbrigði | 4.348.800 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Áhrif mismunandi kjarnfóðurgjafar á vöxt holdablendinga - gerð reiknilíkans | 5.680.500 | Allt landið |
Samtals | 32.261.206 | ||
Sauðfjárrækt | |||
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Fjárvís.is, Innlestur á riðuarfgerðum og arfgerðarspálíkan | 6.000.000 | Allt landið |
Matís ohf | Lambastress 2022 | 3.000.000 | Höfuðborgarsvæðið, Vesturland, Norðurland eystra, Suðurland |
Landbúnaðarháskóli Íslands | Staðalþungi íslenskra áa – tengsl lífþunga, holdastiga og þroskastigs | 3.000.000 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins | Arfgerðargreiningar fyrir hið sameiginlega ræktunarstarf 2022-2023 | 400.000 | Allt landið |
Matís ohf | Aukin afköst og bætt hagkvæmni í greiningum á riðugeni | 5.000.000 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Erfðarannsóknir á íslenska sauðfjár-stofninum með áherslu á gripi með verndandi arfgerðir | 8.000.000 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Afkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna 2022 | 650.000 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | Afkvæmarannsóknir bænda á hrútum 2022 | 3.500.000 | Allt landið |
Charlotta Oddsdóttir - Keldur | Greining E. Coli stofna sem valda slefsýki og lambaskitu | 3.000.000 | Allt landið |
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar ehf | PMCA rannsóknir á næmi mismunandi PrP, arfgerða fyrir riðusmiti í íslensku sauðfé | 3.800.000 | Allt landið |
Þórdís Þórarinsdóttir | Ræktun gegn riðu – hermirannsókn | 3.000.000 | Allt landið |
Kynbótastöð ehf | Styrkur til kaupa á hrútum með verndandi arfgerð gegn riðu inn á Sauðfjársæðingarstöðvarnar | 2.500.000 | Allt landið |
Kynbótastöð ehf | Mismunandi sæðingatími með frystu hrútasæði frá því að vart verður við biðilseinkenni áa | 400.000 | Allt landið |
Samtals | 42.250.000 |