Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra átti fund með sendiherra Úkraínu

Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, hittust á fundi í Stjórnarráðshúsinu síðdegis í dag. Sendiherra Úkraínu mun afhenda Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt á morgun en hún er með aðsetur í Helsinki.

Forsætisráðherra og sendiherra Úkraínu ræddu hið grafalvarlega ástand sem skapast hefur í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Forsætisráðherra sagði íslensk stjórnvöld fordæma innrásina sem sé skýrt brot á alþjóðalögum og alvarlegasta ógn við frið og öryggi í Evrópu um áratugaskeið. Alvarlegust sé þó staða óbreyttra borgara í Úkraínu.

Á fundinum ítrekaði forsætisráðherra stuðning Íslands við Úkraínu og hét áframhaldandi stuðningi Íslands við efnahagslegar þvinganir gagnvart Rússlandi til að koma á friði. Ísland hafi þegar ákveðið að veita eina milljón evra til mannúðaraðstoðar í Úkraínu og sé reiðubúið að leggja meira af mörkum, t.d. með móttöku fólks á flótta. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta