Hoppa yfir valmynd
10. september 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundaði með fjármálaráðherra Noregs

Bjarni Benediktsson og Siv Jensen funduðu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. - mynd

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, funduðu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag, en Siv er stödd í óformlegri heimsókn hér á landi.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. stöðu efnahagsmála á heimsvísu og áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir. Þá fóru þau yfir nána samvinnu Íslands og Noregs á sviði fjármálamarkaða og þróun EES-samningsins í þeim málum.

„Fundurinn með Siv Jensen í dag er til marks um gott samstarf nágrannaríkjanna, en Ísland vinnur náið með Noregi innan EES-samstarfsins. Þar er sérstaklega mikilvægt að huga að sameiginlegum hagsmunum sem snerta þróun EES-samningsins á sviði fjármálamarkaða,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta