Íslensk menning er í öndvegi á evrópsku kvikmyndahátíðinni Les Arcs Film Festival sem fer fram í frönsku Ölpunum þessa vikuna. Hátíðin er stærsta menningarverkefni sendiráðsins þetta árið, en undirbúningur þátttöku Íslands í samstarfi við Kvikmynda- og Tónlistarmiðstöð hefur staðið yfir í rúmt ár. Tuttugu íslensk kvikmyndaverk eru sýnd á hátíðinni og tónlistarfólkið Högni Egilsson og Lúpína komu fram á tónleikum. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í París, var viðstödd opnunarhátíðina og flutti ræðu á íslenskum kvöldverði með Alpaþema.
Kári Úlfsson, framleiðandi, fékk viðurkenningu undir hatti ”producers network” fyrir “Sjö hæðir” (verk í vinnslu) eftir Erlend Sveinsson. Þá hlaut leikstjórinn Clara Lemaire Anspach ArteKino verðlaunin fyrir Rosa candida (verk í vinnslu) sem er frönsk kvikmynd byggð á skáldsögunni Afleggjaranum eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Sendiráðið þakkar frábært samstarf við aðstandendur Les Arcs og Kvikmynda- og Tónlistamiðstöð.